ÞRÍHYRNINGURINN – LAN TÆKNISKÓLANS 2024

Þríhyrningurinn – LAN Tækniskólans verður haldið helgina 5.-7. apríl í matsal Tækniskólans við Skólavörðuholt. LAN-ið er opið nemendum Tækniskólans. Nemendur skólans geta boðið einum gesti með sér, alveg eins og á skólaböllum.

Við bjóðum fríar Bæjarins beztu pylsur á föstudeginum og frían hafragraut og ávexti í morgunmat á laugardegi.

SKRÁÐU ÞIG HÉR! Takmarkað pláss er á LAN-inu og mótinu – Reglan fyrstur kemur fyrstur fær gildir. 

  • Miði á mótið kostar 3990 kr. en það er fyrir eitt borð eða venjulegt kennsluborð (74cm * 64 cm).  
  • Tvöfalt pláss kostar 7990 kr. en það má samt bara koma með einn skjá og takmarkaður fjöldi er í boði af stærri borðplássi. 
  • Mótið er aðeins fyrir skráða þátttakendur en ef þú vilt bara fylgjast með mótinu og LAN-inu, kaupa mat eða spila borðspil – þá kostar 500 kr. inn. 

Skráðir nemendur tölvupóst, með hlekk á miðasöluna. Nánari upplýsingar um mótið verða sendar á skráða þátttakendur eftir að miði hefur verið greiddur. 

Mót

  • CS2 – Uppsetning verður Round Robin, getur breyst.
  • Valorant – Uppsetning verður Round Robin, getur breyst. 
  • Rocket League – 2v2, uppsetning óákveðin
  • Minecraft – Hunger Games Free For All

Dagskrá

  • Föstudagur 5. apríl – 18:00-02:00: Húsið opnar 18:00 og fyrsta mót byrjar kl. 20:15. Húsið lokar kl. 02:00.
  • Laugardagur 6. apríl – 11:00-00:00: Húsið opnar 11:00 og húsið lokar 00:00.
  • Sunnudagur 7. apríl – 11:00-15:00: Húsið opnar kl.  11:00 og gert er ráð fyrir að mótinu sé lokið og allir keppendur hafa náð í dótið sitt kl. 15:00

Útskrift­ar­sýning hársnyrt­inema vor 2024

Útskriftarsýning hársnyrtinema á vorönn 2024 verður í Ráðhúsi Reykja­víkur, miðviku­daginn 13. mars. Húsið opnar kl. 19:30 og sýn­ingin byrjar kl. 20:00.

Þemað að þessu sinni er bíómyndir. Á sýningunni er hver og einn nemandi með 4 módel, sem sem hann klippir, greiðir og litar, til að sýna allt sem hann hefur lært í skólanum.

FRÍTT er inn á sýninguna en takmarkaður fjöldi sæta. Mættu og sjáðu túlkun nemenda á Lord of the rings, Legally blonde eða Gossip girl.

xoxo

Sjáumst í Ráðhúsinu!

Útskrift­ar­húfu­mátun

Tækni­skólinn hefur í sam­vinnu við fyr­ir­tækin Formal Stúd­ents­húfur og P. Eyfeld boðið upp á húfu­mátun fyrir útskrift­ar­efni í aðdrag­anda hverrar útskriftar.

Ef ein­hverjar spurn­ingar vakna er gott að skoða svör við algengum spurningum um útskrift eða senda tölvu­póst á Lilju Ósk.

Útskrift­ar­húfu­mátun vorið 2024 verður fimmtu­daginn 22. febrúar á Háteigs­vegi og Skólavörðuholti.

P. Eyfeld og Formal stúd­ents­húfur verða á svæðinu að kynna vörur og tilboð sem þau bjóða upp á.

Háteigsvegur – í opnu rými á 2. hæð
Kl. 9:30–11:00

Skólavörðuholt – í matsalnum
Kl. 11:30–13:00